5 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

5 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

FUNDARGERÐ

 

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands árið 2008

 

Miðvikudaginn 30. apríl árið 2008 var aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands haldinn í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi og  hófst kl. 13.30.

 

Fundinn sátu:
Stjórnarmenn: Finnbogi Rögnvaldsson, Jón Pálmi Páls¬son, Sigrún Guðmundsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Rósa Guðmundsdóttir
Starfsmaður: Helgi Helga¬son
Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð: Þór Örn Jónsson frá Stykkishólmsbæ, Ása Helgadóttir fyrir Hvalafjarðarsveit, Gunnar Sigurðsson fyrir Akranes, Finnbogi Rögnvaldsson fyrir Borgarbyggð, Rósa Guðmundsdóttir fyrir Grundarfjarðarbæ, Sigrún Guðmundsdóttir fyrir Snæfellsbæ og Eggert Kjartansson fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp.

 

Finnbogi Rögnvaldsson setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Stakk hann síðan upp á Þór Erni Jónssyni sem fundarstjóra og Helga Helgasyni til að rita fundargerð.

 

Svohljóðandi dagskrá lá fyrir fundinum:
         1. Skýrsla stjórnar
         2. Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2007
         3. Ársreikningur 2007
         4. Önnur mál.

 

1)  Skýrsla stjórnar.
Formaður, Finnbogi Rögnvaldsson, flutti skýrslu stjórnar HeV.
Í skýrslu formanns kom fram að fyrrverandi formaður Björn Elíson hefði látið af störfum skömmu eftir aðalfund 2007.
Þá minntist hann á helstu mál nefndarinnar. Nefndi hann þar ítrekaða ósk heilbrigðisnefndar að yfirtaka eftirlit með stóriðju á Grundartanga og með olíubirgðastöðum. Þar kemur m.a. inn að varnarsvæðið í Hvalfirði er komið úr stjórn varnarmáladeildar utanríkisráðuneytis og ekki vitað hvað muni sett þar niður í framtíðinni.
Formaður kom inn á starfsemi Laugafisks en endurnýjað starfsleyfi fyrirtækisins var afturkallað eftir afskipti umhverfisráðuneytis að málinu. Starfsleyfið var síðan auglýst til 12 ára í desember 2007 og var sú ákvörðun kærð til ráðherra, sem hefur ekki enn kveðið upp dóm í því máli.

 

Á fund nefndarinnar í apríl mættu skrifstofustjóri umhverfisráðuneytis og sviðsstjóri mengunarvarnasviðs og ræddu m.a. um starfsleyfismál, gjaldskrármál, eftirlit með stóriðju og kostnað sveitarstjórna við heilbrigðiseftirlit.
Loks minntist formaðurinn á starfsmannamál og starfsstöðvar HeV. Ráðinn hefði verið nýr starfsmaður Ása Hólmarsdóttir eftir að Laufey lauk störfum í febrúar á þessu ári. Hefur Laufey kært þann afgreiðslu heilbrigðisnefndar vegna þess máls.
Að lokum greindi formaður frá boði Hvalfjarðarsveitar í ágúst um að öll starfsemi HeV yrði flutt í nýtt stjórnsýsluhús sem fyrirhugað væri að reisa.

 

2)  Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2007
Helgi Helga¬son framkvæmdastjóri lagði fram ársskýrslu 2007 og fór síðan yfir helstu mál hennar.
Ræddi hann m.a. starfsmannamál þar sem fram kom að eftirlitsáætlun hefði ekki gengið eftir vegna veikindaforfalla starfsmanns. Starfsmaður hefði verið ráðinn tímabundið á miðju ári til ákveðinna verkefna. Ekki tókst að fá hann til lengri tíma en 5 vikna.
Fjöldi útgefinna starfsleyfa var á svipuðum slóðum og 2006 eða 171. Hins vegar hefði fjöldi hverskonar umsagna vegna skipulagsmála, samþykktum sveitarfélaga og teikningum frá arkitektum aukist mikið.
Eftirlitsskyld fyrirtæki væru nú um 750.
Fjöldi sýna, aðallega neysluvatn, var 265, sem er nánast sama tala og 2006. Formlegar kvartanir voru 106 sem er fækkun frá fyrra ári.
Framkv.stj. ræddi nokkuð um breytta stjórnsýslu vegna matvælamála þar sem Matvælastofnun hefði tekið yfir yfirumsjón með öllu matvælaeftirliti í landinu frá áramótum 2007/2008.
Að lokum minntist framkv.stj. á starfsstöðvar HeV og taldi sem fyrr að á vinnustað sem aðeins störfuð tveir starfsmenn væri það kostur að þeir störfuð á einum stað.

 

3)  Ársreikningur 2007.
Helgi Helgason framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reikningnum. Fram kom m.a. að rekstrarhagnaður án fjarmagnsliða var kr. 568.467 en eftir fjármagnstekjur og –gjöld tap upp á kr. 212.814. Þar munar mestu um skuldabréf sem tekið var fyrri hluta ársins.
Þá kom fram að rekstrartekjur hefðu ekki verið í samræmi við fjárhagsáætlun og er það í samræmi við þá stöðu sem kom upp á árinu að starfsmaður fór í 50% veikindaleyfi.
Litlar umræður urðu um ársreikninginn utan ein fyrirspurn frá Þór Erni um niðurfellingu á gjöldum.
Ársreikningur borinn upp og  samþykktur samhljóða.

 

4) Önnur mál.

• Jón Pálmi lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingum á stofnsamningu HeV:
a) Ákvæði um kjörgengi í stjórn HEV verði breytt þannig að hæfi    stjórnarmanna verði með sama hætti og sveitarstjórnarlög kveða á um  hæfi sveitarstjórnarmanna í nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga.
b) Ákvæði um að náttúruverndarnefndir sveitarfélaga eigi rétt á að tilnefna fulltrúa í nefndina verði breytt þannig að stjórn SSV tilnefni fulltrúa inn í nefndina og skal þess gætt að sá fulltrúi sé með setu í umhverfis- eða náttúruverndarnefndum sveitarfélaga á starfssvæðinu.
c) Sett verði inn ákvæði í stofnsamþykktir að aðildarsveitarfélög geti óskað eftir eigendafundi til að taka fyrir mikilvæg mál til afgreiðslu, svo og ef skipta þarf um stjórnarmenn í stjórn HEV vegna einhverra ástæðna.
d) Stjórn HEV verði falið að taka stofnsamþykktir HEV til endurskoðunar í heild sinni, og leggja tímanlega fyrir næsta aðalfund breytingartillögu sem kemur til umfjöllunar og afgreiðslu á aðalfundi árið 2009.

Eftir nokkrar umræður og  smávægilegar breytingar var tillagan     samþykkt samhljóða

 

• Jón Pálmi greindi frá því að hann hefði á stjórnarfundi gefið upp og látið  bóka að hann hefði ákveðið að láta af störfum í heilbrigðisnefnd. Þakkaði hann stjórnarmönnum og starfsmönnum ánægjuleg kynni og gott samstarf á liðnum árum.

 

• Gunnar Sigurðsson og Jón Pálmi fylgdu eftir tillögu að nýjum aðalmönnum í stjórn. Gísli S. Einarsson Akranesi kæmi í stað Björns Elísonar sem hætti á miðju síðasta ári og Erla Þorvaldsdóttir Akranesi í stað Jóns Pálma Pálssonar.
Tillagan samþykkt samhljóða

 

• Finnbogi lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Laun nefndarmanna skulu vera 3 % af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund. Formaður fær 6% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
Auk þess skal greiða dagpeninga fyrir hálfan dag fyrir hvern setinn fund.
Ferðakostnaður greiðist samkvæmt akstursdagbók og kílómetragjaldi.
Dagpeningar og kílómetragjald miðast við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.
Fyrir hvern fund sem stjórnarmaður situr f.h. heilbrigðisnefndar skal hann fá greitt 2% af þingfararkaupi. Um ferðakostnað og dagpeninga gilda sömu ákvæði og um stjórnarfund.
Laun nefndarmanna skulu reiknuð samkvæmt reglum þessum frá og með síðustu áramótum.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

• Finnbogi lagði fram eftirfarandi tillögu:
Heilbrigðisnefnd Vesturlands er falið að skila greinargerð til aðildarsveitarfélaganna um sameiningu starfsstöðva HeV.
Í greinargerð komi fram kostnaður sveitarfélaganna af breytingunum og megin áhrif sem slík breyting kynni að hafa á störf HeV. Jafnframt skal gera tillögu að starfsstöð HeV.
Greinargerðinni skal skila fyrir 1. október næstkomandi
Tillagan samþykkt samhljóða

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.45.

 

Fundarritari: Helgi Helgason