1. – Markaðsstofa Vesturlands

admin

1. – Markaðsstofa Vesturlands

Fundargerð Vesturlandsstofu

1. stjórnarfundur

Fyrsti stjórnarfundur Vesturlandsstofu haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn 3. Júní kl. 10:00.

Mætt voru Gísli Ólafsson, Hansína B. Einarsdóttir, Hlédís Sveinsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson og Helga H. Ágústsdóttir.

Torfi Jóhannesson mætti fyrir Vaxtarsamning Vesturlands.  

 

Gísli las upp fundargerð síðasta fundar.

 

Gísli hefur verði í viðræðum við Davíð Sveinsson um yfirtöku reksturs UKV og að UKV framselji allar tekjur og gjöld til Vesturlandsstofu.

Mikilvægt er að skoða hver stefna Borgarbyggðar er í málum upplýsingarmiðstöðvarinnar og hvernig þeir ætla að koma að rekstri Vesturlandsstofunnar.  Ákveðið var að Gísli fundaði með Páli Brynjarssyni og fari yfir áherslubreytingar og athuga hvað þeir eru að hugsa í þessum málum.  Áríðandi að þessi mál komist á hreint áður en lengra er haldið.

Þarf að fara yfir þau mál sem liggja fyrir hjá UKV og athuga hvaða verkefni skal halda áfram með sem verkefni Vesturlandsstofu.

Hlutverk UKV er í dag Móttökustöð og endursöluaðili.

 

Gísli er að athuga með hentugt húsnæði með möguleika á skrifstofu og einnig hvernig hægt er að breyta núverandi húsnæði, að opna betur og bæta aðgengi ferðamanna. Viðræður standa yfir við Samkaupsmenn um að taka yfir minjagripaverslunina.

 

Umræður urðu um hlutverk Vesturlandsstofu

Hlutverk Vesturlandsstofu verður m.a. að móta stefnu til að vinna að því takmarki að markaðssetja allt Vesturland til framtíðar, hafa eftirlit með því sem er að gerast í ferðamálum á svæðinu.

 

·        Móttaka blaðamanna

·        Heimasíða

·        Markaðsstarfsemi

·        Markaðsáætlun

·        Miðlun upplýsinga af svæðinu

·        Vera leiðandi afl ferðamála á svæðinu

·        Skipuleggja ferðir á Vesturlandi

·        Stefnumótunarvinna sem á að stýra með fagaðilum

 

AS mun skila af sér Vesturlandsmyndbandinu í 500 eintökum og að allir þeir sem komið hafa að gerðinni fái það í hendur og geti notað það í heimasíður og fl., aðrir geti keypt það til sömu nota.

 

Nýtt kerfi verður keypt þar sem uppfærður verður gagnagrunnur og sameinaðar verða vefsíður.

Lénin eru vesturland.is west.is, westiceland.is

 

Stefnumótunarþáttur Vesturlandsstofu er stór þáttur og þarf að kalla saman aðila á svæðinu í hugmyndavinnu um hvernig þessi atvinnugrein verður byggð upp hér á Vesturlandi og hvernig Vesturlandstofan geti gætt hagsmuna ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi og gætt jafnræðis meðal ferðaþjónustuaðila.

 

Verkefni framundan

·        Húsnæðiskostnaður

·        Starfsmannahald

·        Annar kostnaður

 

Fjárhagsáætlun

·        Ráða forstöðumann, lagt áherslu á að fá markaðsmann í 100% starf.

·        Starfsmann í heimasíðugerð, koma heimasíðuna í gagnið sem fyrst. Ákveðið er að ráða Þórdísi Arthúrsdóttir til að taka verkefnið að sér.

·        Verkefnisstjóri í upplýsingamiðstöð  í 100% starf

·        Afleysingar og fl. í 50% starf

 

Áætluð eru þrjú stöðugildi fyrir 2008.

Umræður um kjör starfsmanna og rekstur húsnæðis.

 

Forstöðumaður

Umræður um launakjör framkvæmdarstjóra.

Umræður um hvernig standa eigi að ráðningu.  Ákveðið að auglýsa í Skessuhorni, Morgunblaðinu sunnudaginn 8. júní og í Fréttablaðinu sunnudaginn 15. júní. Einnig verður sett auglýsing inn á Starfatorg hjá Háskólanum á Bifröst. (Helga sér um þetta)

 

Auglýsing fyrir Vesturlandsstofu

Vesturlandsstofa auglýsir eftir framkvæmdarstjóra.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf við að kynna og markaðssetja ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Lögð er áhersla á frumkvæði, áreiðanleika, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af markað- og sölustarfi,  gott vald á erlendum tungumálum og  góða tölvukunnáttu.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi þekkingu á svæðinu.

Vesturlandsstofa er nýstofnað fyrirtæki sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi og er skrifstofan staðsett í Borgarnesi.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar gefur Gísli Ólafsson í síma 8944076 og á netfangið birtash@simnet.is

Umsókn skal skilað til UKV c/o Hrafnhildur Tryggvadóttir, Hyrnutorgi , 310 Borgarnesi merkt Vesturlandsstofa fyrir 20. júní nk.

 

Gísli mun tala við Þórhall hjá Skessuhorni varðandi fréttatilkynningu fyrir Vesturlandsstofu í Skessuhorni. Einnig skal ræða við Gísla Einarsson um umfjöllun.

 

Næsti fundur er ákveðinn 26. Júní kl. 9:00 á Hótel Glym.