78 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

78 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
78.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 30.04 2008 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi og hófst fundur kl. 12.30
Mætt voru:
                  Finnbogi Rögnvaldsson
                  Jón Pálmi Pálsson
                  Rósa Guðmundsdóttir
                  Sigrún Guðmundsdóttir
                  Ragnhildur Sigurðardóttir
 
                  Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð

1. Starfsmannamál
Framkvæmdastjóri greindi frá að gengið hefði verið til samninga við Ásu Hólmars- dóttur líffræðing og hæfi hún störf hjá HeV 2. maí. Þá sagði hann ekki genginn úr skurð í kæru Laufeyjar til samgönguráðuneytis vegna uppsagnar hennar.
Finnbogi sagði í tilefni af samþykkt á síðasta stjórnarfundi um kjaramála að  launa- nefnd sveitarfélaga ekki hafa samningsrétt við FÍN.
Þá var nokkuð rætt um húsnæðismál nýja starfsmannsins á Akranesi.
2. Breyting á matvælalögum í samræmi við tilskipanir ESB.
Lagt fram erindi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis þar sem heilbrigðisnefnd er gefinn kostur á að gera athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á matvælalögum (524 mál). Fyrir fundinum lá tillaga framkv.stj. að svari til nefndasviðs          Alþingis.
Samþykkt að senda framlagt bréf með nokkrum breytingum
3. Starfsleyfisumsóknir/starfsleyfi/umsagnir
• Tjaldsvæði og hestaleiga Suður-Bár, Grundarfirði
• Bílabær sf., bifreiðaverkstæði, Brákarbraut 5, Borgarnesi
Heilbrigðisnefndin samþykkti ofangr starfsleyfi
 
4. Önnur mál:

• Finnbogi lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Laun nefndarmanna skulu vera 3 % af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund. For maður fær 6% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
Auk þess skal greiða dagpeninga fyrir hálfan dag fyrir hvern setinn fund.
Ferðakostnaður greiðist samkvæmt akstursdagbók og kílómetragjaldi.
Dagpeningar og kílómetragjald miðast við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar fjármála ráðuneytisins.
Fyrir hvern fund sem stjórnarmaður situr f.h. heilbrigðisnefndar skal hann fá greitt  2% af þingfararkaupi. Um ferðakostnað og dagpeninga gilda sömu ákvæði og um sjórnarfund.
Laun nefndarmanna skulu reiknuð samkvæmt reglum þessum frá og með síðustu áramótum. ”
Samþykkt að vísa tillögunni til aðalfundar
• Jón Pálmi lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Undirritaður hefur nú ákveðið að hætta stjórnarsetu í Heilbrigðisnefnd Vesturlands  þar sem ég hef setið frá upphafi nefndarinnar, eða frá árinu 1999.
Við þessi tímamót vil ég færa bæði núverandi og fyrrverandi nefndarmönnum, framkvæmdarstjóra og öðrum starfsmönnum þakkir fyrir ánægjuleg kynni og gott samstarf með óskum um farsæl störf í framtíðinni.”
Formaður og framkvæmdastjóri þökkuðu Jóni Pálma fyrir ánægjulegt samstarf og óskuðu honum alls góðs í framtíðinni.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.25