Vinna við endurskoðun Menningarstefnu Vesturlands hafin

SSVFréttir

Mynd: Valgerður Jónsdóttir og fjölskylda á viðburðinum „Tónar og ljóð“ á vegum Kalman lisfélags á Akranesi

Menningarstefna Vesturlands var fyrst samþykkt árið 2016 og var í gildi til 2019 og því er kominn tími á endurskoðun. Sá hátturinn er nú hafður að sveitarfélögin á Vesturlandi tilnefndu einn fulltrúa hvert til að sitja í sérstöku fagráði sem fer yfir ferla og áherslur í nýrri stefnu. Auk þeirra sitja fjórir fagaðilar sem eru starfandi í menningartengdum atvinnugreinum sem aðalstarf á Vesturlandi. Útkoman er fagráð sem er skipað fagfólki, starfsmönnum menningarráða og nefndarmönnum í menningarnefndum allsstaðar af úr landshutanum. Starfsmenn fagráðsins eru svo Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi hjá SSV og Sólveig Ólafsdóttir sem er ráðin tímabundin til verkefnisins til aðstoðar.

Fagráð hittist í fyrsta skipti 10. mars og fór yfir stöðu menningarmála á Vesturlandi í samtímanum og þær stefnur sem eru í gildi hjá ríki og sveitarfélögum. Skemmtilegar og lifandi umræður komu í kjölfarið og ákveðnar línur markaðar um næstu skref. Til að mynda var fagráð sammála einróma um að leggja áherslu á að stefnan skyldi vera mótuð út frá Vesturlandi sem heild og áherlsa lögð m.a. á atvinnumál menningar, fjölmenningu og menningaruppeldi til yngri kynslóðarinnar.

Framundan eru opnir fundir þar sem íbúum gefst tækifæri á að leggja orð í belg og verða þeir viðburðir auglýstir síðar.

Sigursteinn Sigurðsson
Menningarfulltrúi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi