Í nýjasta þætti þáttaraðarinnar Landsbyggðir á N4 er viðtal við Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV þar sem Karl Eskill Pálsson fréttamaður ræðir við hann um verkefni landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sóknaráætlun Vesturlands og almennt um stöðu sveitarfélaga á Vesturlandi. Einnig er í þættinum viðtöl við frumkvöðla á Vesturlandi sem áður hafa birst í þættinum Að vestan. Eins og áður segir er þátturinn sýndur á sjónvarpsstöðinni N4. Í september verður síðan sýndur þáttur á stöðinni um samgöngumál á Vesturlandi.
Hér er linkur að viðtalinu:
https://www.youtube.com/watch?time_continue=1105&v=fldTKjohnHg