Vel sótt netkynning um Áfangastaðaáætlun Vesturlands

SSVFréttir

Í gær, fimmtudaginn 12. nóvember stóðu SSV og Markaðsstofa Vesturlands fyrir netkynningu á áfangastaðaverkefnum sem unnin hafa verið samkvæmt áherslum og aðgerðaráætlun í Áfangastaðaáætun Vesturlands(ÁSÁ.Vest.) 2018 – 2020. Einnig var sagt frá áherslum í næstu áfangastaðaáætlun og vinnu við gerð nýrrar aðgerðaráætun fyrir landshlutann fyrir árin 2021-2023.

Margar hugmyndir sem settar voru fram í aðgerðaáætlun ÁSÁ.Vest. 2018 hafa orðið að veruleika og mörg góð verkefni verið unnin í kjölfar þess að áætlunin var unnin í samstarfi stoðþjónustunnar og heimamanna á Vesturlandi árið 2018. Nú er áfram byggt á þeirri góðu grunnvinnu sem þá var unnin, en verið að leggja drög að endurbættum áhersluverkefnum og uppfærðri aðgerðaráætlun sem unnið verður eftir næstu þrjú ár 2021 – 2023. Nánar var farið ofan í saumana á samsetningu áætlunarinnar og tilgangi hennar í kynningunni.

Fjarkynningin var vel sótt þar sem um 50 manns fylgdust með beinni útsendingu og yfir 1.800 manns hafa nú skoðað kynninguna. Áhorfendur gátu tekið virkan þátt með því að senda inn spurningar á meðan kynningunni stóð sem síðan var svarað í lokin. Kynningin var send út af síðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á Facebook og var deilt í gegnum viðburð síðunnar og á síðu Markaðsstofu Vesturlands á Facebook. Finna má kynninguna í heild sinni í gegnum þessa vefslóð:
Netkynning um Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Vegna þess hve vel var tekið í þessa framsetningu kynningu starfi og verkefnum Áfangastðaáætlunr og Markaðsstofu Vesturlands er stefnt á að hafa fleiri en styttri kynningar á starfseminni í framtíðinni. Með þessu tekst okkur að færa samtalið nær íbúum Vesturlands og virkja þátttöku þeirra í málefnum sem skipta alla máli.

Við minnum á rágefandi kosningu varðandi forgangsröðun áningastaðavinnu á Vesturlandi sem kynnt var á netfundinum í gær. Hægt er að taka þátt í könnuninni til miðnættis þriðjudaginn 17. nóvember. Könnunin er liður í því að efla þátttöku heimamanna við gerð Áfangastaðaáætlunnar Vesturlands. Tengla inn á könnunina fyrir hvert svæði má finna hér fyrir neðan.

Kosning – Dalabyggð

Kosning – Snæfellsnes

Kosning – Borgarbyggð

Kosning – Sunnan Skarðsheiðar (Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og Kjósahreppur)