Síðast liðinn föstudag var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Klifi í Ólafsvík og var sérstaklega ánægjuleg góð mæting styrkhafa þrátt fyrir að veðráttan hafi ekki verið með besta móti. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í desember s.l. og bárust 130 umsóknir.
Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina. Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands ásamt Svölu Svavarsdóttur, verkefnastjóra SSV og Helgu Guðjónsdóttur, formanni fagráðs sjóðsins byrjuðu á því að veita styrki til þeirra 12 verkefna sem hlutu styrki í flokki stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála alls 7,4 mkr. en 20 umsóknir bárust í þann flokk. Þar á eftir kom að því að afhenda styrki í flokki menningarverkefna en í þann flokk bárust 76 umsóknir. Það voru 54 verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni í þeim flokki að upphæð 25,7 mkr. Þá tók Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar SSV við og veitti styrki í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna ásamt Ólöfu Guðmundsdóttur, atvinnuráðgjafa SSV og Helgu Guðjónsdóttur, formanni fagráðs. Í þann flokk bárust 34 umsóknir og hlutu 16 verkefni styrki að upphæð 13,8 mkr.
Í lokin var boðið upp á léttar veitingar áður en gestir hættu sér aftur út í veðurbarninginn.
Verkefnin sem hlutu styrki voru:
Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir
Lífræn lindarböð Þórarinn Egill Sveinsson 2.075.000
IceSilk Signý Gunnarsdóttir 1.750.000
Turkey Tail Þróunarverkefni Helix slf. 1.700.000
Þróun á veiðum og vinnslu á grjótkrabba Útgerðarfélagið Lokinhamrar ehf. 1.600.000
Handverk í heimabyggð Jóhann Már Þórisson 1.300.000
Þróun nýrrar skartgripalínu Dýrfinna Torfadóttir 900.000
Aska – þróun duftkerja úr íslenskri jörð Nónklettur ehf. 600.000
Kaja matvara Karen Emilía Jónsdóttir 600.000
Fræðslumiðstöð íslenska hestsins Lárus Ástmar Hannesson 600.000
Kjötvinnsla/eldhús Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir 500.000
Beint frá býli, verslun og morgunmatur Dalakot ehf. 400.000
Kynning á starfsemi Smiðjuloftsins Þórður Sævarsson 400.000
Hráfóður fyrir hunda Sunna Birna Helgadóttir 400.000
Shark & Lava á Snæfellsnesi Rútuferðir ehf. 400.000
Leirbakaríið ehf. Kolbrún Sigurðardóttir 300.000
Hákarlanammi-Rotten Shark Candy Geir Konráð Theódórsson 250.000
Menningarstyrkir
Nr.3 Umhverfing /Snæfellsnes Svæðisgarður Snæfellsness ses. 2.500.000
Ókunnugur – Leiksýning The Freezer ehf. 1.500.000
Hellissandur Street Art Festival The Freezer ehf. 1.000.000
Skagarokk ’92 Muninn kvikmyndagerð ehf. 1.000.000
Northern Wave film festival Dögg Mósesdóttir 1.000.000
Plan-B Art Festival Sigursteinn Sigurðsson 1.000.000
Afsakið Hlé! Muninn kvikmyndagerð ehf. 1.000.000
Axlar Björn Exhibition Guðni Þorberg Svavarsson 800.000
Reykholtshátíð 2019 Sigurgeir Agnarsson 750.000
Miðlun menningararfs Byggðasafnið í Görðum 700.000
Landnámsmenn í vestri Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum 650.000
Menningarviðburðir Kalmans Kalman – listafélag 600.000
Menningardagskrá 2019 Safnahús Borgarfjarðar 500.000
Kórastarf Freyjukórsins Freyjukórinn 500.000
Fjölmenningarhátíð 2019 Snæfellsbær 500.000
Endurhleðsla fjárréttarinnar í Ólafsvík Átthagastofa Snæfellsbæjar 500.000
Jöklarar í brons Slysavarnardeildin Helga Bárðard. 500.000
Tónlist á Vesturlandi Karlakórinn söngbræður 500.000
Þjóðahátið Vesturlands Félag nýrra Íslendinga 500.000
Snæfellsnes spil Adela Marcela Turloiu 500.000
Fyrirlestrar og viðburðir 2019 Snorrastofa Reykholti 500.000
Tónleikaröð í Grundarfjarðarkirkju Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju 400.000
Tónlistardagskrá í Stykkishólmskirkju Listvinafélag Stykkishólmskirkju 400.000
Það og Hvað heimsækja leikskólana Sigríður Ásta Olgeirsdóttir 300.000
Börnin fara að hlakka til Stykkishólmsbær 300.000
Júlíana Jónsdóttir – sýning Stykkishólmsbær 300.000
Fullkomið Brúðkaup Leikdeild UMF Skallagríms 300.000
Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfj Hljómlistarfélag Borgarfjarðar 300.000
Flamenco tónleikar og námskeið Reynir Hauksson 300.000
Stuttverkakvöld Leikfélagið Skagaleikflokkurinn 300.000
Tónleikar stúlknabandsins MÆK Gréta Sigurðardóttir 300.000
Þjóðlegir þræðir – Hlaðvarp um handverk Anna Dröfn Sigurjónsdóttir 300.000
Frostbiter: Icelandic Horror Film Fest Lovísa Lára Halldórsdóttir 300.000
Féhirðir Aðalgeir Gestur Vignisson 300.000
Útiljósmyndasýningar í Grundarfirði Grundarfjarðarbær 300.000
100 ára listaverk Jóh.Helgasonar Menningarsjóðurinn Undir jökli 300.000
1918 í Heimskringlu Ingibjörg Kristleifsdóttir 300.000
Gullmolar í héraði Eiríkur Jónsson 300.000
Kórstarf Félag eldri borgara Akraness og nágrennsi 250.000
Karlakórinn Svanir Karlakórinn Svanir 250.000
Kór eldri borgara Gleðigjafi, kór eldri borgara 250.000
Vortónleikar Karlakórsins Heiðbjartar Karlakórinn Heiðbjört 250.000
Fræðsla um eldsmíði – námskeið o.fl. Guðmundur Sigurðsson 250.000
Tónleikahald Kirkjukórs Ólafsvíkur Kirkjukór Ólafsvíkur 250.000
Júlíana – hátíð sögu og bóka Júlíana, félagasamtök 250.000
Tónlist á Vesturlandi og víðar Karlakórinn Kári 250.000
Stálpastaðir – ljósmyndasýning Karólína Hulda Guðmundsdóttir 200.000
Litir Borgarfjarðar Josefina Margareta Morell 200.000
Rómur um holt og nes Inga Björk Ingadóttir 200.000
Leikið með menningararfinn Byggðasafnið í Görðum 200.000
Jólagleði kóranna Jóna Björg Kristinsdóttir 150.000
Kellingarnar hylla heiðursborgara Leikfélagið Skagaleikflokkurinn 150.000
Ljósmyndasýning á Sjómannadag Signý Gunnarsdóttir 150.000
Pöbba-rödd Lovísa Lára Halldórsdóttir 100.000
Stofn- og rekstrarstyrkir
Iceland Documentary Film Festival Docfest ehf. 1.500.000
Sjóminjasafnið á Hellissandi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum 1.200.000
Rekstur Snorrastofu í Reykholti Snorrastofa Reykholti 1.000.000
Rekstrarstyrkur Landbúnaðarsafns Íslands Landbúnaðarsafn Íslands ses 700.000
Eiríksstaðir rekstur Dalabyggð 500.000
Skráning muna og ljósmynda Snæfellsbær 500.000
Sumarrekstur í Ólafsdal 2019 Ólafsdalsfélagið 500.000
Ljósmyndasafn Bærings – varðveisluátak Grundarfjarðarbær 400.000
Kvikmyndasafn Bærings – varðveisluátak Grundarfjarðarbær 350.000
Sumarsýning Nr. 3 Umhverfing Listvinafélag Stykkishólmskirkju 263.000
Vatnasafn – Viðburðir Stykkishólmsbær 250.000
Eldfjallasafn – Viðburðir Stykkishólmsbær 250.000