Á síðasta fundi stjórnar SSV var m.a. rætt um smölun ágangsbúfjár. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn SSV eftirfarandi bókun:
Stjórn SSV skorar á matvælaráðuneytið að hefja endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
Stjórn SSV ræddi ný birtan úrskurð dómsmálaráðuneytisins varðandi smölun ágangsbúfjár úr landi tiltekinnar jarðar. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn svohljóðandi bókun:
„Stjórn SSV lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi hverjum beri að smala og kosta smölun ágangsbúfjár í kjölfar úrskurðar dómsmálaráðuneytisins sem féll nýverið. Í lang flestum tilvikum hafa landeigendur leyst vandamál vegna ágangsbúfjár með samvinnu sín á milli enda fylgja því ríkar skyldur að eiga bæði búfé og land, hvort sem landið er í landbúnaðarnotkun eða nýtt til frístunda. Þessi úrskurður dómsmálaráðuneytisins getur haft í för með sér að staða sauðfjárræktar verði sett í uppnám og því haft þung áhrif á byggðaþróun á ákveðnum landsvæðum sem og fæðuöryggi þjóðarinnar.
Stjórn SSV skorar því á matvælaráðuneytið að hefja nú þegar endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til að eyða þeirri óvissu sem er varðandi framkvæmd smölunar ágangsfjár“