Starf án staðsetningar: Starf lögfræðings laust til umsóknar

SSVFréttir

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða tímabundið lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði.

Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem geta meðal annars varðað málefni félagsþjónustu, húsnæðismál og skipulags- og byggingamál, ásamt almennri aðstoð við sveitarfélög um túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Nánar á vef sambandsins: https://www.samband.is/frettir/starf-logfraedings-laust-til-umsoknar/