Öll sveitarfélögin á Vesturlandi hafa samþykkt samgönguáætlun Vesturlands sem nær til áranna 2017-2029.
Samtök sveitarfélaga á svæðinu skipuðu starfshóp sem markaði stefnu fyrir Vesturland í málaflokknum, áætluninni er ætlað að nýtast til þess að tryggja enn frekar að stjórnvöld ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngu- og fjárskiptamálum á Vesturlandi, íbúum til hagsbóta.
Sjónvarpsstöðin N4 hefur nú myndgert samgönguáætlunina, þar sem stiklað er á helstu áherslum í vegamálum, almenningssamgöngum, hafnarmálum, flugvöllum og fjarskiptamálum.
Umsjónarmaður þáttagerðarinnar er Karl Eskil Pálsson. Heiðar Mar Björnsson hjá Muninn Film á Akranesi sá um myndatöku og alla eftirvinnslu.
Þátturinn verður sýndir á N4 í kvöld, mánudaginn 10 september, klukkan 20:00 og hvetjum við íbúa Vesturlands til að kynna sér þessa metnaðarfullu samgönguáætlun.