Samgönguáætlun Vesturlands.

SSVFréttir

Samgönguáætlun Vesturlands sem var samþykkt fyrr á þessu ári er aðgengileg á heimasíðu SSV. Áætlunin var unnin af vinnuhópi sem starfaði á árinu 2016 undir forystu Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. Tillaga hópsins var lögð fram á Haustþingi SSV 2016 til umræðu. Þingið vísaði áætluninni til umsagnar sveitarfélaga á Vesturlandi. Stjórn SSV samþykkti síðan áætlunina snemma á þessu ári að fengnum umsögnum sveitarfélaganna.

Góð samstaða hefur verið á milli sveitarfélaga á Vesturlandi um þessa áætlun og er það von stjórnar SSV að hún muni nýtast til þess að tala einni röddu fyrir þeim brýnu samgöngubótum sem mikilvægt er að ráðast í á næstu árum á Vesturlandi.

Hér má sjá áætlunina :
Samgonguaætlun Vesturlands.