Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta

VífillFréttir

Í gær kom út greinin „Sameiningar hreinna dreifbýlissveitarfélaga og þjónusta“ í sérhefti tímaritsins Íslenska þjóðfélagið. Í henni er gerð tilraun til að meta hvort fólk í dreifbýli sé ánægðara með þjónustu síns sveitarfélags í  fámennu hreinu dreifbýlissveitarfélagi eða sem hluti af stóru sveitarfélagi þar sem stærri þjónustukjarna er að finna. Tilefni rannsóknarinnar var m.a. að oft falla sameiningartillögur á andstöðu íbúa fámennasta sveitarfélags sameiningarinnar sem kosið er um. Í ljós kom að íbúar í dreifbýli stórs sameinaðs sveitarfélags eru ánægðari en í íbúar í fámennu hreinu dreifbýlissveitarfélagi.  Skoðaðir voru 13 þjónustuþættir og voru íbúar í dreifbýli í sameinuðum sveitarfélögum ánægðari með 7 þjónustuþætti. . Það voru skipulagsmál, þjónustu við aldraða, dvalarheimili, aðstoð við fólk í fjárhagsvanda og þjónustu við innflytjendur, tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar og gæði unglingastarfs. Einnig kom í ljós að meiri stöðugleiki var í gæðum grunnskóla og leikskóla ef þeir voru hluti af stærra sveitarfélagi.

Greinin var skrifuð af þeim Bjarka Þór Grönfeldt og Vífli Karlssyni hjá Rannsóknasetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum í Bifröst og Samtök sveitarfélag á Vesturlandi eiga aðild að.

Rannsóknina má nálgast í heild sinni hér.