NÝSKÖPUN – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld

SSVFréttir

Útlit er fyrir líflegan og spennandi fund í kvöld.

Nú er komið að umræðum um þriðja hluta menningarstefnunnar, menningartengda nýsköpun. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. 

Fjórir flottir og reynslumiklir einstaklingar á Vesturlandi ræða um um nýsköpun:

  • Guðlaug Gunnarsdóttir (Kúlan)
  • Heiðar Mar Björnsson (Muninn kvikmyndagerð)
  • Kolbrún Sigurðardóttir (Leirbakaríið)
  • Þorgrímur Einar Guðbjartsson (Rjómabúið Erpsstöðum)

Sigursteinn Sigurðsson stýrir umræðum sem fyrr. Allir þátttakendur geta tekið þátt í umræðunum með því að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í gegnum athugasemdakerfi Facebook og Mentimeter (Menti-kóði verður gefinn upp á fundinum).

Viðburðurinn á FB

Jafnframt er bent á umfjöllun menningarfulltrúa hjá SSV um stefnur og stöðu menningarmála á Vesturlandi á YouTube-rás SSV

Fyrir áhugasama má nálgast upptökur af fyrri pallborðsumræðum um endurskoðun Menningarstefnu Vesturlands á Facebook-síðu SSV.