Nr 4 Umhverfing myndlistarsýning

SSVFréttir

Nr 4 Umhverfing hafin

Nú um helgina hófst myndlistarsýningin Nr 4 Umhverfing. Að þessu sinni fer sýningin fram í Dölum, Ströndum og Vestfjörðum, og fylgir Vestfjarðarleiðinni sem var mótuð í samvinnu Markaðsstofa Vesturlands og Vestfjarða. Hér er um að ræða einn stærsta viðburð í myndlist á Íslandi fyrr og síðar, en sýnd eru alls 131 verk á sýningunni eftir 126 myndlistarmenn. Margir þeirra eru með nafntoguðustu myndlistarmönnum þjóðarinnar þannig engin listunnandi ætti að vera svikinn af því að ferðast um landið og njóta listarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Umhverfing fer fram á Vesturlandi en árið 2019 fór Nr 3 Umhverfing fram á Snæfellsnesi og var frábærlega vel heppnaður viðburður.

Það eru Akademía skynjunarinnar sem stendur fyrir sýningunni og á bakvið hana standa myndlistamennirnir Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir en þær eiga veg og virðingu af skipulagi Umhverfingar að þessu sinni.

Viðburðurinn stendur frá 2. júlí til 27. Ágúst og hægt er að skanna QR kóða og sjá nákvæma staðsetningu allra verkanna á sýningunni. Verkefnið var styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands og Sóknaráætlun Vestfjarða.

Sigursteinn Sigurðsson   

Menningarfulltrúi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi                                                                                                                                                                                                   

Kartöflugarðurinn hans Afa, eftir Sindra Leifsson, sýnt við Dalíu í Búðardal ( gamla Búnaðarbankahúsið ) Mynd fengin af Facebook síðu Umhverfingar.