Þrettánda kvikmyndahátíðin Northern Wave verður sett í Rifi um helgina. Mikið er um dýrðir en aflýsa þurfti hátíðinni í fyrra vegna heimsfaraldar. Í tilefni hátíðarinnar verða tvennir tónleikar föstudags- og laugardagskvöld í Frystiklefanum í Rifi, en það eru tónleikar með VÖK og Reykjavíkurdætrum.
Hluti af Northern Wave er verkefnið „Norrænar stelpur skjóta“ en þar koma saman konur frá öllum norðurlöndunum og vinna saman á vinnustofu þar sem boðið er uppá endurmenntun og eflingu tengslanets norrænna kvenna í kvikmyndagerð. Hallað hefur mjög konur í kynjahlutfalli kvikmyndagerðarmanna hér á landi sem og um allan heims og er þetta svar viðburðarins við því.
Hátíðin fer fram í Rifi og Ólafsvík og er Frystiklefinn helsti sýningarstaðurinn. Dögg Mósesdóttir stofnandi og skipuleggjandi viðburðarins er umsjónarmaður Northern Wave sem fyrr og óska Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi henni og örðum skipuleggjendum innilega til hamingju með hátíðina.
Northern Wave IFF og Norrænar stelpur skjóta eru verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Frekari upplýsingar og dagsrká hátíðarinnar má nálgast á
vef Northern Wave .