Kæru Vestlendingar,
Það er komið að því! Fyrsta pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórar öflugar konur af sviði kennslu og ráðgjafar á Vesturlandi ræða um menningaruppeldi:
- Jónína Erna Arnardóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Akraness)
- Anna Sigríður Guðbrandsdóttir (myndmenntakennari)
- Signý Óskarsdóttir (stofnandi og ráðgjafi hjá Creatrix)
- Eygló Bára Jónsdóttir (kennari og fulltrúi í menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar)
Sigursteinn Sigurðsson stýrir umræðum. Allir þátttakendur geta tekið þátt í umræðunum með því að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í gegnum athugasemdakerfi Facebook og Mentimeter (Menti-kóði verður gefinn upp á fundinum).
Jafnframt er bent á umfjöllun menningarfulltrúa hjá SSV um stefnur og stöðu menningarmála á Vesturlandi á Youtube-rás SSV