Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í fimm landa vinnustofu í London

SSVFréttir

Íslandsstofa skipulagði vinnustofuna í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia.

Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í hinni árlegu fimm landa vinnustofu í London sem Íslandsstofa skipulagði í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia.
Að þessu sinni tóku þátt um fimmtíu ferðaþjónustuaðilar frá löndunum fimm. Þar á meðal voru fjórtán íslensk fyrirtæki og tvær markaðsstofur sem nýttu tækifærið til að mynda ný viðskiptatengsl og styrkja þau sem fyrir voru.
Kristján Guðmundsson var fulltrúi Markaðsstofunnar og átti hann góða fundi við erlenda söluaðila. Hugur er í söluaðilum og greinilegt að mikill áhugi er á Íslandi á Bretlandsmarkaði.