Latibær í Borgarnesi – Hlaðvarpsþáttur vikunnar er komin í loftið

SSVFréttir

Í þætti vikunnar fékk Thelma til sín Helgu Halldórssdóttur, einn forsvarsmanna uppbyggingu upplifunargarðs í anda Latabæjar í Borgarnesi. Magnús Scheving, sem einnig er tengdur verkefninu, gaf leikmuni Latabæjar til varðveislu í Borgarnesi en sjálfur á hann þar rætur og byggir Latibær og persónur hans að einhverju leyti á Borgarnesi.

Helga segir okkur frá þróun verkefnisins og þá aðstoð sem þau hafa fengið til þess að knýja verkefnið áfram en verkefnið hlaut öndvegisstyrk Uppbyggingarsjóðs Vesturlands 2020.