Íbúaþing í Dalabyggð 26.-27. mars

SSVFréttir

Dagana 26. og 27. mars nk. er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins í Dalabyggð boðið til íbúaþings. Með þinginu hefst verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð.

SSV er samstarfsaðili í verkefninu „Brothættar byggðir í Dalabyggð“ og verða fulltrúar frá samtökunum þátttakendur á íbúaþinginu.

UM ÍBÚAÞINGIÐ

Þeir sem mæta sjá alfarið um að móta umræðuefni og stefnu þingsins, því íbúar og þeirra hagsmunir eru kjarninn í verkefninu. Þess vegna hvetjum við fólk á öllum aldri til að mæta og hjálpa til við að móta góða framtíð í Dalabyggð.

Verkefnið er samstarf íbúa, sveitarfélagsins, SSV og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn. Brothættar byggðir er verkefni sem hefur gefist vel í öðrum byggðarlögum.

Íbúaþingið er haldið til að móta stefnu fyrir verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð. Verkefnið spannar fjögur ár og eru skilaboð, áherslur og þátttaka íbúa þungamiðja vinnunnar.

STAÐUR OG STUND

Íbúaþingið fer fram í félagsheimilinu Dalabúð.

Laugardaginn 26. mars frá kl.11:00-16:00.
Sunnudaginn 27. mars frá kl.11:00-15:00.

Á þinginu verður boðið upp á léttar veitingar, þar með talið hádegisverð báða dagana. Kaffihlaðborð verður við lok þingsins á sunnudeginum.

Ekki er nauðsynlegt að vera alla helgina, heldur er hægt að taka þátt í skemmri tíma, ef fólk er upptekið.

FYRIRKOMULAG

Ekki er fyrirfram mótuð dagskrá heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum.

Aðferðin kallast Opið rými, eða Open Space á ensku.

Umsjón með íbúaþinginu hefur:
Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI.

Íbúar og aðrir sem bera hag byggðarlagsins fyrir brjósti eru hvattir til að velta fyrir sér umræðuefnum og fjölmenna til íbúaþings.