Þáttur vikunnar í Hlaðvarpi SSV – Vesturland í sókn er komin í loftið
Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Sorpurðunar Vesturlands, segir okkur frá því hvað verður um sorpið sem vestlenskir íbúar henda, hvað gerist í Fíflholtum og hvað felst í rekstri Sorpurðunar Vesturlands. Það er í mörg horn að líta þegar sorpmál eru annars vegar enda málaflokkurinn í sífelldri þróun og tækni og þekkingu fleytir fram. Hrefna segir okkur frá framtíðaráformum hvað varðar sorpurðun, útskýrir fyrir okkur hvað grænt bókhald er og hvernig hringrás margra þeirra hluta sem fólk er hvatt til þess að endurvinna er háttað.