Heimsókn til Brunavarna Árnessýslu

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SSV um aukið samstarf slökkviliða á Vesturlandi.  Hópurinn er skipaður fulltrúum frá sveitarfélögunum á Vesturlandi en Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi á Akranesi er formaður hópsins.  Í síðustu viku heimsótti hópurinn, ásamt slökkviliðsstjórum á Vesturlandi,  Brunavarnir Árnessýslu til að fræðast um starfsemi þeirra og skipulag en Brunavarnir Ársnessýslu er sameiginlegt verkefni allra átta sveitarfélaganna í sýslunni.

Vinnuhópurinn mun skila skýrslu með stöðugreiningu og mögulegum sviðsmyndum að samstarfi slökkviliða til sveitarfélaganna fyrir vorið.