Haustráðstefna um byggingarúrgang

SSVFréttir

Haustráðstefna um byggingarúrgang er samvinnuverkefni milli FENÚR, Grænni byggðar og Samtaka iðnaðarins. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.00 – 16.30.

Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf.

Umfang byggingariðnaðar hefur vaxið mikið undanfarin ár. Verkefnin eru fjölmörg, m.a. við nýbyggingar, endurbætur og niðurrif. Við alla þessa byggingarstarfsemi myndast mikið magn af byggingarúrgangi. Hver er staðan þegar kemur að þessum málum? Hvar getum við gert betur?

Almennt verð: kr. 7.000,-
Aðili að SI, Grænni byggð eða Fenúr: kr. 5.000,-

Dagskrá
• Opnun ráðstefnu
• Best Practice – Reynsla Norðmanna, Eirik Wærner, ráðgjafi hjá Multiconsult í Osló
• Niðurrif og nýbyggingar – staðan og áskoranir hjá Reykjavíkurborg, Rúnar Gunnarsson, deildarstjóri frumhönnunar hjá Reykjavíkurborg
• Getur BIM minnkað byggingarúrgang? – Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM þróunarstjóri hjá ÍSTAK
• Kaffihlé
• BREEAM verkefni hjá Framkvæmdasýslu ríkisins – Olga Árnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
• Reynsla verktaka – Eyjólfur Bjarnason, gæðastjóri hjá Framkvæmdafélaginu Arnarhvoli og Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG Verk
• Endurvinnslufarvegur byggingarúrgangs – Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri hjá Gámaþjónustunni hf.
• Dæmi um endurvinnslu/endurnýtingu – Harpa Þrastardóttir, umhverfis- og gæðastjóri hjá Hlaðbæ Colas
• Reynsla úr norskum verkefnum – Haukur Þór Haraldsson, ráðgjafi hjá Verkís
• Efnismiðlun Sorpu – Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu
• Leiðbeiningar um byggingarúrgang – Jón Guðmundsson, fagstjóri byggingarsviðs hjá Mannvirkjastofnun
• Samantekt
• Fundarlok

Skráningarhlekkur: https://docs.google.com/forms/d/1m6d-X5ZC7vurQL2AjnYozPIvbQ7M-lwx4XvwJ6VPicI/viewform?c=0&w=1&edit_requested=true