Byggðaráðstefnan 2018

SSVFréttir

Byggðaráðstefnan 2018 var haldin 16. og 17. október á Fosshótel Stykkishólmi.

Byggðaráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 2014 en henni er ætlað að vera vettvangur nýrra rannsókna, reynslu af hagnýtu starfi og umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúruvernd farið saman?“ Að ráðstefnunni stóðu Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær og var tilgangur ráðstefnunnar að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land.

Fjöldi af áhugaverðum og fjölbreyttum erindum voru flutt á ráðstefnunni ásamt ávörpum og var ráðstefnan vel sótt en ráðstefnugestir voru um 90 talsins. Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi flutti erindi á rástefnunni sem hann kallaði „Sældarhagkerfið og byggðamál: Að hvað miklu leyti hafa umhverfisþættir áhrif á ákvörðun um búsetuval einstaklinga?“ Erindið er byggt á íbúakönnun og skýrslu sem Vífill vann og var gefin út af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi  í maí 2018 um stöðu og mikilvægi búsetuskilyrða 19 landssvæða á landsbyggðinni.

Skýrsluna má finna á vef SSV: https://ssv.is/wp-content/uploads/2018/05/Ibuakonnun_2016_Allir-landshlutar_lokaeintak-2.pdf

Hér má sjá myndir frá ráðstefnunni