Fjármál sveitarfélaga: Kostnaður eftir málaflokkum

SSVFréttir

Fyrir fáeinum dögum kom út nýr Hagvísir sem fjallar um kostnað sveitarfélaga og hvernig hann hefur þróast í Covid-19 kreppunni. Áhersla er á sveitarfélög á Vesturlandi en líka er skoðað hvernig þróunin varð hjá sveitarfélögum á landinu öllu. Kostnaðurinn er skoðaður í heild sinni en einnig brotinn upp eftir málaflokkum. Kostnaður sveitarfélaga er einnig greindur eftir málaflokkum í samanburði við sambærileg sveitarfélög. Í Hagvísinum kemur m.a. fram að heildarkostnaður sveitarfélaga á Íslandi hækkaði um 13% að raungildi á kreppuárinu 2020. Meðalkostnaður hækkaði hins vegar um 9% á því ári en hlutfallslega mest 43% í umhverfismálum, þá 26% í atvinnumálum og 20% í félagsþjónustu.