Alþýðuhúsinu á Siglufirði var afhent Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Fór Afhending viðurkenningarinnar fór fram við hátíðlega athöfn í Handbendi, brúðuleikhúsi á Hvammstanga en þau hlutu Eyrarrósina árið 2021. Hefð er fyrir því að verðlaunaathöfnin fari fram hjá fyrrum Eyrarrósarhafa. Auk Alþýðuhússins voru veitt þrenn hvatningarverðlaun en þau hlutu Hnoðri í norðri, óperusýningar fyrir börn á Norðurlandi, International Westfjords Piano Festival á Patreksfirði og Raddir úr Rangárþingi, Hellu.
Frú Eliza Reid er verndari Eyrarrósarinnar en að henni standa Listahátíð í Reykjavík, Icelandair og Byggðastofnun. Menningarfulltrúi SSV situr í úthlutunarnefnd Eyrarrósarinnar og tók virkan þátt í dagskrá verðlaunaafhendingarinnar.
um Eyrarrósina: https://www.listahatid.is/eyrarrosin-2023