Dregur úr fjárfestingarvilja fyrirtækja á Vesturlandi

VífillFréttir

Eitthvað hefur dregið úr vilja fyrirtækja á Vesturlandi til fjárfestinga. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem gerð var meðal þeirra haustið 2016. Samskonar könnun var gerð bæði haustið 2014 og 2015. Samanburður á milli ára gefur til kynna að dregið hafi úr fjárfestingaviljanum. Þetta og margt fleira má sjá betur á heimasíðu okkar hjá SSV undir liðnum skemmtileg tölfræði eða beint hér undir fjárfestingar fyrirtækja. Skoðanakönnun þessi verður endurtekin n.k. haust og gert ráð fyrir að hún verði árlegur viðburður og mikilvægur liður Atvinnuráðgjafar Vesturlands og SSV í því að meta vöxt og viðgengi landshlutans.