Í maí var undirritað samkomulag á milli SSV og Snæfellsbæjar um Barnamenningarhátíð 2022. Hátíðin er ein af áhersluverkefnum Sóknaráætlunnar Vesturlands um blómlega menningu í landshlutanum og hefur undanfarin ár farið á milli þriggja staða á Vesturlandi. Það eru Snfellsbær, Reykholt og Akranes. Árið 2020 var undirritað samkomulag við Akraneskaupstað um hátíðina en hún frestaðist um ár vegna heimsfaraldursins.
Nú þegar hefur Snæfellsbær hafið vinnu við skipulagningu hátíðarinna. Ljóst er að árið 2022 í Snæfellsbæ einkennist af miklum hátíðarhöldum, Gleðiganga Hinsegin Vesturlands fer fram í Ólafsvík í sumar og má búast við mikilli gleði þar að vanda.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúa SSV og Heimir Berg Vilhjálmsson markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar undirrita samstarfssamninginn.