Borgarbyggð stendur fyrir atvinnumálaþingi í Hjálmakletti, þriðjudaginn 26. apríl nk. frá kl. 16:00 – 18:30.
Á fyrri hluta þingsins verður einblínt á atvinnumál í Borgarbyggð og kynnt verður framtíðarsýn sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Auk þess verður veitt innsýn í þá grósku sem á sér stað í nýsköpun á svæðinu. Eftir kaffihlé verður framtíðin í brennidepli, farið verður yfir atvinnutækifæri á landsbyggðinni auk þeirra tækifæra sem eru í sjónmáli og hvernig hægt er að nýta þau betur.
Aðilar atvinnulífsins fá tækifæri til að fræðast um stöðu mála og horfur framtíðar. Einnig er um að ræða vettvang til að efla tengslanet og auka samstarf atvinnulífs, sveitarfélagsins og annarra stofnana.
Atvinnurekendur, frumkvöðlar og áhugasamir einstaklingar um atvinnuþróun og nýsköpun í Borgarbyggð eru hjartanlega velkomin.
Dagskráin og nánari upplýsingar