Nýverið var skrifað undir samning á milli SSV og Starfsendurhæfingar Vesturlands um samkomulag þess efnis að Starfsendurhæfing Vesturlands taki að sér að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd á áhersluverkefninu „Átak í atvinnueflingu fólks sem skerta starfsorku“.
Verkefnið heyrir undir Sóknaráætlun Vesturlands og hefur það að markmiði að nýta þann mikla mannauð sem hefur skerta starfsgetu til þess að komast á vinnumarkað í því starfshlutfalli sem hver og einn ræður við. Í Sóknaráætlun segir „Við viljum að íbúar á Vesturlandi með skerta starfsgetu fái aðstoð, stuðning og tækifæri til að vera þátttakendur á vinnumarkaði.
SSV sem umsjónaraðili Sóknaráætlunar Vesturlands greiðir framlag til verkefnisins.
Starfsendurhæfing Vesturlands sér alfarið um umsjón, útfærslu og framkvæmd verkefnisins og mun Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður SV annast stjórn verkefnisins.
Thelma Hrund og Bára Daðadóttir, nýráðin starfsmaður á velferðarsviði SSV við undirritun samningsins.