Nýverið var skrifað undir samning á milli SSV og Starfsendurhæfingar Vesturlands um samkomulag þess efnis að Starfsendurhæfing Vesturlands taki að sér að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd á áhersluverkefninu „Átak í atvinnueflingu fólks sem skerta starfsorku“.
Verkefnið heyrir undir Sóknaráætlun Vesturlands og hefur það að markmiði að nýta þann mikla mannauð sem hefur skerta starfsgetu til þess að komast á vinnumarkað í því starfshlutfalli sem hver og einn ræður við. Í Sóknaráætlun segir „Við viljum að íbúar á Vesturlandi með skerta starfsgetu fái aðstoð, stuðning og tækifæri til að vera þátttakendur á vinnumarkaði.
SSV sem umsjónaraðili Sóknaráætlunar Vesturlands greiðir framlag til verkefnisins.
Starfsendurhæfing Vesturlands sér alfarið um umsjón, útfærslu og framkvæmd verkefnisins og mun Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður SV annast stjórn verkefnisins.
