Aðalfundur SSV 2017

SSVFréttir

Aðalfundur SSV verður haldinn á Hótel Hamri miðvikudaginn 29 mars n.k.

Fundurinn hefst kl.14.30.

Með lagabreytingu sem samþykkt var árið 2014 hefur aðalfundur SSV verið haldinn að vori þar sem undangengið ár er gert upp.  Að hausti er síðan haldið svo kallað haustþing þar sem horft er til komandi árs og vinnuhópar leggja fram ályktanir fyrir fundinn um ýmis framfaramál á Vesturlandi.   Þetta skipulag hefur að mörgu leyti gengið vel og hafa fleiri landshlutasamtök tekið upp þessa breytingu á fyrirkomulagi aðalfunda.

Miðvikudaginn 29 mars munu ýmsar aðrar samstarfs- nefndir og stofnanir á Vesturlandi halda aðalfundi sína á Hótel Hamri.

 

Dagskrá miðvikudaginn 29 mars verður sem hér segir:

Kl.09.30                Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands

Kl.10.15                Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands

Kl.11.15                Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Kl.12.15                Hádegisverður

Kl.13.00                Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands

Kl.14.00                Vesturlandsstofa

Kl.14.30                Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Hér undir verður lagður fram ársreikningur þjónustusvæðis Vesturlands um málefni fatlaðra.