Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Um áramót verður hægt að sækja um styrki til félagsmálaráðuneytisins í sjóð um eflingu atvinnumála kvenna.

Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar (300.000), til vöruþróunar, markaðssetningar, efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur geta þær konur sem skila inn fullbúnum viðskiptaáætlunum og eru að hefja rekstur sótt um launastyrk í allt að sex mánuði.


Um þessar mundir eru styrkþegar ársins 2008 að skila inn skýrslum vegna uppgjöra styrkja til atvinnumála kvenna en styrkirnir eru veittir af Félags- og tryggingamálaráðherra ár hvert. Óhætt er að segja að flest verkefnin er styrk fengu hafi gengið vel og mörg verkefni vel á veg komin. Alls voru 50.milljónum úthlutað árið 2008 og skiptust styrkir nánast jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.

Nú hefur Félags- og tryggingamálaráðherra ákveðið að flýta styrkveitingum ársins 2010 og auglýsa styrki lausa til umsókna upp úr áramótum og úthluta í mars en til umráða að þessu sinni eru 30. milljónir.

Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar (300.000), til vöruþróunar, markaðssetningar, efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt.


Ennfremur geta þær konur sem skila inn fullbúnum viðskiptaáætlunum og eru að hefja rekstur sótt um launastyrk í allt að sex mánuði.

Nýmæli í styrkveitingununum að þessu sinni er að hluta af fjármagninu, sem til ráðstöfunar er, verður eyrnamerkt atvinnulausum konum sem eru með góðar viðskiptahugmyndir. Skilyrði er að þær hafi sótt um styrk hjá Vinnumálastofnun til að þróa eigin viðskiptahugmynd en það úrræði er eitt af vinnumarkaðsúrræðum stofnunarinnar. Fyrirhugað er að kynna þetta á sérstökum fundum sem verða haldnir hjá Vinnumálastofnunum eftir áramót og verða auglýstir nánar þegar þar að kemur.

Eins og áður segir verður opnað fyrir umsóknir í janúar en sótt er um á vefsvæðinu www.atvinnumalkvenna.isá rafrænum umsóknareyðublöðum sem þar er að finna.

Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar má ennfremur finna á vefsvæði verkefnisins og meðal annars má þar finna leiðbeiningar um útfyllingu eyðublaðs og geta því konur þegar hafið undirbúning að umsókn sinni.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn SSV-Þróun og ráðgjöf eða starfsmaður verkefnisins, Ásdís Guðmundsdóttir, í síma 582-4914 eða í netfanginu asdis.gudmundsdottir@vmst.is