88,2% þeirra sem eiga íbúðarhúsnæði (þ.m.t. sumarhús/frístundahús) í dreifbýli Borgarbyggðar hafa áhuga á ljósleiðaratengingu inn í hús sitt.
Þar af hafa 91,5% mjög eða frekar mikinn áhuga. A.m.k. helmingur hefur þennan áhuga vegna atvinnutengdra verkefna og 94% af persónulegum ástæðum. 85% þátttakenda voru ekki með atvinnurekstur í dreifbýli Borgarbyggðar. 70% þátttakenda töldu sig dvelja fleiri daga á ári eða lengri tíma á dag í íbúðarhúsnæði sínu í dreifbýli Borgarbyggðar ef ljósleiðaratenging væri til staðar. Sú aukning var metinn til 49% að jafnaði.208.000 kr. var talið ásættanlegt að borga að hámarki í eingreiðslu fyrir ljósleiðaratengingu ef sú tenging væri í boði og ef mánaðargjald fyrir afnot af ljósleiðaranum væri síðan sambærilegt og annars staðar á landinu.64% þáttakenda voru tilbúnir að sjá sjálfir um lagningu ljósleiðarans síðustu 200 metrana heim að húsinu – ef sú vinna kæmi þá til lækkunar á eingreiðslunni.Sú lækkun þyrfti að vera 90.000 kr. að jafnaði.59% þátttakenda átti sumarhús, 19% hús á sérlóð og 22% lögbýli.76% þátttakenda var ekki með lögheimili í Borgarbyggð.Þátttakendur sögðust dvelja 58,2 daga á ári, að jafnaði í húsnæði sínu í Borgarbyggð. Samkvæmt því eru efri mörk duldrar búsetu vegna umrædds hóps, 1.636 einstaklingar. Þá á eftir að telja dulda búsetu sem rekja má til annarra hópa eins og háskólanemenda og ferðamanna sem eiga ekki íbúðarhúsnæði í dreifbýli Borgarbyggðar.