Viðburðir á Vesturlandi 2021

SSVFréttir

Nú þegar sumarið er komið, fjöldatakmarkanir heyra sögunni til og sólin er farin að skína þá er heldur betur tilefni til þess skemmta sér, skoða landið og njóta menningarinnar. Sóknaráætlun og Markaðsstofa Vesturlands vilja því leggja hönd á plóg og stuðla að fjölbreyttri viðburðadagskrá á Vesturlandi.

Sóknaráætlun Vesturlands býður listafólki og viðburðahöldurum upp á stuðning og samstarf við viðburðahald á Vesturlandi 2021. Verkefninu er ætlað að lífga upp á samfélagið og krydda tilveruna eftir langt Covid-ár, styðja við skapandi greinar, efla samstarf og tengja saman ferðaþjónustuaðila og listafólk.

Markaðsstofa Vesturlands heldur úti viðburðadagatali Vesturlands og setur þar inn upplýsingar um alla viðburði sem við fáum upplýsingar um, svo hægt sé að fylgjast með hvað er í boði vítt og breitt um landshlutann WEST.IS – VIÐBURÐIR

Þeim sem hafa hug á að halda viðburð á Vesturlandi er bent á að skrá viðburðinn í þetta samstarfsverkefni hjá Markaðsstofu Vesturlands og Sóknaráætlun Vesturlands.

Skráningar fara fram í gegnum þessa vefslóð: https://ssv.is/menning/vidburdir-a-vesturlandi-2021/

Þeir viðburðir sem eru skráðir í verkefnið Viðburðir á Vesturlandi 2021 birtist í viðburðadagatali á vefsíðunum www.vesturlandi.is og www.west.is. Einnig er reynt að koma öllum viðburðum á framfæri í gegnum samfélagsmiðla Markaðsstofu Vesturlands. Auk þess birtast allir viðburðir sem skráðir eru hjá MSV á viðburðardagatali á vefsíðu Ferðamálastofu www.ferdalag.is

Framundan er glæsilegt viðburðarsumar með fjölbreyttri dagskrá um allt Vesturland langt fram eftir sumri – því er ástæða til að koma, dvelja og njóta á Vesturlandi!