Open Days í Brussel 6. – 9. október 2008

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Opnir dagar, Héraðsnefndar Evrópusambandsins verða haldnir í Brussel 6. – 9. október n.k. SSV, Fjórðungssamband Vestfjarða og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra eru í samstarfi um framlag á þessum helsta viðburði sveitarstjórnarmanna í Evrópu. Kynning verður á landshlutunum fyrir öðru sveitarstjórnarfólki í Evrópu og vonandi fjárfestum sem hafa áhuga á fjárfestingum utan síns heimalands.

Fjöldi sveitarstjórnarmanna sækir viðburði á Opnum dögum og var í fyrsta skipti á síðasta ári sem talsverður fjöldi Íslenskra sveitarstjórnarmanna heimsótti Brussel og tók þátt í Opnum dögum. Vonandi verður svo aftur í ár.


Skráning á Open Days, þ.e. málstofur, hófst 09. júlí. Upplýsingar um málstofur, skráning og ýmislegt fleira er að finna á vefslóðinni:

http://ec.europa.eu/regional_policy/conferences/od2008/index.cfm?nmenu=1

Alls er boðið upp á 143 málstofur þá þrjá daga sem Open Days stendur. Best er að skrá sig sem fyrst, enda sýnir reynsla undanfarinna ára að margar málstofanna fyllast fljótt.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skráningu:

  1. Fara inn á vefsíðuna og smella á „Programme“ á vinstri hlið síðunnar. Opna og prenta út „Full Programme Brochure“ (lýsing á öllum málstofum) og „Programme overview“ (tímatafla málstofa). Merkja við áhugaverðar málstofur.
  2. Fara síðan á „Registration“ á vefsíðunni (vinstri hlið) þar sem opnast rafrænt skráningarkerfi. Haka við þær allar þær málstofur sem þið viljið sækja – ath. yfirlit yfir þær er á þremur síðum.
  3. Smella á „register“ neðst á síðunni þegar búið er að haka við allar áhugaverðar málstofur á öllum þremur síðunum.
  4. Fylla inn umbeðnar upplýsingar og staðfesta.

Það eru nokkrar málstofur sem fjalla um efni sem er okkur óviðkomandi, þ.e. höfðar einungis til aðildarlanda Evrópusambandsins. Hér eru nokkur heiti sem óhætt er að „forðast“ (nema maður vilji kynna sér hvað er í boði fyrir aðildarríkin!):

  • Structural funds
  • Cohesion funds
  • European Social fund
  • Jasper, Jeremie and Jessica
  • European Grouping for Territorial Cooperation
  • Interact
  • Interreg IVC
  • IPA

Vinsamlegst sendið þessar upplýsingar til þeirra sem kunna að hafa áhuga á að sækja Open Days. Hafið endilega samband við mig ef eitthvað er óljóst.

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,

Anna Margrét