Sjávarrannsóknarsetrið Vör Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Sjávarrannsóknarsetrið Vör var valin Frumkvöðull Vesturlands 2007. En Frumkvöðladagur Vesturlands var haldinn hin 6. Maí 2008.

Sjávarrannsóknarsetrið hlaut verðlaunin fyrir öflugt rannsóknar starf á lífríki Breiðarfjarðar. Sjávarrannsóknarsetrið Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnunarinnar. Stofnunin hefur það að megin markmiði að rannsaka lífríki Breiðafjarðar og auka þekkingu okkar á vistkerfinu og nýtingarmöguleika auðlinda svæðisins. Erla Björk Örnólfsdóttir forstöðukona Varar tók við viðurkenningu.

Alls fengu 19 aðillar og fyrirtæki tilnefningu til Frumkvöðuls Vesturlands.

Geirabakarí í Borgarnesi fyrir farsælt uppbyggingarstarf undanfarin ár.

Sólarorka ehf. í Borgarnesi fyrir uppbyggingu Gamla mjólkursamlagsins og Vinakaffis.

Hótel Hamar í Borgarnesi fyrir brautryðjendastarf í ferðaþjónustu.

Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir dugmikið starf við óperuuppfærslu.

Saga Medica ehf. fyrir þróun lækningalyfja úr íslenskum jurtum.

Fæðingadeild SHA fyrir endurbætur og starfsemi fæðinga- og sængurkvennadeildar.

Omnis ehf. fyrir athyglisverða uppbyggingu sérhæfðrar tölvuþjónustu m.a. í Borgarnesi og á Akranesi.

Gísli Einarsson, fréttamaður fyrir að vera boðberi frétta af Vesturlandi.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir á Kúludalsá fyrir innleiðingu nýrra kennsluhátta með notkun hestsins.

Snæfrost ehf. í Grundarfirði fyrir uppbyggingu frystihótels.

Eyrbyggja – Sögumiðstöð í Grundarfirði fyrir sagnamiðstöðina.

Íbúar Stykkishólms fyrir átak í umhverfisvænum sorpmálum.

Roni Horn í Vatnasafninu fyrir uppbyggingu þess.

Íslenskur æðardúnn ehf. fyrir atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi.

Dögg Mósesdóttir í Grundarfirði fyrir kvikmyndahátíðina Northern Wave.

Magnús Þór Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal fyrir leiðandi vinnu í kornrækt og ræktunarstarf.

Magnús Magnússon, útgefandi Skessuhorns fyrir að halda úti öflugri fréttaþjónustu af Vesturlandi.

Hlédís Sveinsdóttir fyrir nýjung í markaðssetningu sauðkindarinnar.

Sjávarrannsóknasetrið Vör fyrir öfluga uppbyggingu rannsóknamiðstöðvar.