Brautargengi á Akranesi.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Undanfarnar vikur hafa 7 konur af Vesturlandi verið á Brautargengis-námskeiði sem Impra Nýsköpunarmiðstöð hefur haldið undanfarin ár. Námskeiðið var haldið á Akranesi og stóð það í 15 vikur og lauk með útskrift þann 23.maí síðastliðinn.

Auk Impru stóðu að námskeiðinu á Akranesi, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Akraneskaupstaður.

Kristín Björg Árnadóttir starfsmaður SSV var umsjónarmaður verkefnsins.

Markmið námskeiðisins er að kenna þátttakendur vinni viðskiptaáætlun, kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis ásamt því að öðlast hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun.


Brautargengiskonur við útskrift 23.maí 2007