Guðmundur Ingi og Einar koma á Vesturland

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýjir bæjar og sveitarstjórar hafa verið ráðnir í Grundarfjörð og í nýtt sameinað sveitarfélag í Hvalfirði. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, frv. sveitarstjóri á Hellu kemur í Grundarfjörð og Einar Thorlacius flytur sig frá Reykhólum, þar sem hann var áður sveitarstjóri, til Hvalfjarðar þar sem hann tekur við stöðu sveitarstjóra. Samtök sveitarfélaga bjóða þá innilega velkomna á Vesturland og óskar þeim velfarnaðar í starfi.