Undirritun menningarsamnings.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á aðalfundi SSV sem haldinn var í Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd 28. október sl. var undirritaður menningarsmaningur milli menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis annars vegar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar.

Var um að ræða mikinn gleðidag fyrir sveitarstjórnarmenn og aðstandendur menningarmála því unnið hefur verið að menningarsamningi í nokkur ár.


Það var Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sem undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Helga Halldórsdóttir, formaður SSV sem undirritaði samninginn f.h. stjórnar SSV.

Á meðfylgjandi mynd má sjá er Þau Snorri Hjálmarsson og Steinunn Árnadóttir fluttu kvæðið um Betlikerlinguna.