Stjórn SSV ályktar um Sundabraut

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að verja hluta af söluandvirði Símans til samgöngumála. Einkum fagnar stjórn SSV þeirri ákvörðun að leggja skuli 8 milljarða í uppbyggingu Sundabrautar en minnir jafnframt á mikilvægi þess fyrir Vestlendinga að Sundabraut verði lögð alla leið upp á Kjalarnes.