Stjórnarfundur á Akranesi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn SSV fundaði nýverið á Akranesi. Í kjölfar fundarins var farið í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi stofnunarinnar og helstu áherslur í starfseminni árið 2016. Eftir kynningu Guðjóns voru líflegar umræður um stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi, en auk Guðjóns sátu þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar og Þórir Bergmundsson framkvæmdstjóri lækninga og rekstrar fundinn og tóku þátt í umræðum.

Þetta var fróðleg og gangleg heimsókn og stjórn SSV um margt vísari varðandi þjónustu HVE á Vesturlandi.