Á árinu 2015 var úthlutað rúmlega 48 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnaefnastyrkjum á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkjum menningarmála var úthlutað einu sinni á árinu en styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar tvisvar.
Sjóðurinn hefur á árinu 2016, 55 milljónir til ráðstöfunar og verður auglýst í næstu viku (viku 4) eftir umsóknum, en umsóknarfrestur mun verða til 15. febrúar. Upplýsingar varðandi umsóknirnar, verklagsreglur og eyðublöð verða þá komin á vefinn.
Sami háttur verður hafður á nú á árinu 2016, fyrri úthlutun þar sem öll verkefnin eru styrkt verður nú í mars, en í nóvember verður úthlutað eingöngu til atvinnuþróunar og nýsköpunar.