Kynningarfundur um sameiginlega vinnu um meðferð úrgangs á Suðvesturhorninu.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn í Mótel Venus í Hafnarskógi föstudaginn 25. febrúar kl. 14.

Kl. 15, eða í beinu framhaldi aðalfundar mun Páll Guðjónsson, ráðgjafi, kynna vinnu við sameiginlega svæðisáætlun um meðferð úrgangs á Suðvesturhorninu.

Farið verður yfir það um hvað verkefnið snýst, mikilvægi upplýsingaöflunar og miðlægrar skráningar og ýmis praktísk atriði sem upp munu koma í umræddri vinnu.