Ungir frumkvöðlar á Vesturlandi.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ungir frumkvöðlar á Vesturlandi.

28.-30. janúar nk. verður námskeiðið Ungir frumkvöðlar haldið í Laugargerði, Snæfellsnesi. Námskeiðið verður það fyrst af sjö sem verða haldin víðs vegar um landið. Þátttakendur dvelja í Laugargerðisskóla og er gisting og fæði þeim að kostnaðarlausu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er G. Ágúst Pétursson, stjórnarformaður Frumkvöðlafræðslunnar ses. og verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005, samkeppni um viðskiptaáætlanir.


Verkefnið

Evrópuverkefnið Ungir frumkvöðlar, eða Young Entrepreneur Factory, hefur það að markmiði að þroska og efla frumkvöðlakraft ungs fólks í dreifðari byggðum. Auk Íslands taka þátt í verkefninu Skotland, Noregur, Svíþjóð, Grænland og Rússland.

Þátttakendur í verkefninu á Íslandi eru Impra nýsköpunarmiðstöð og Samband sveitarfélaga á Vesturland- þróun og ráðgjöf. Verkefnið er unnið með stuðningi frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og Byggðastofnun.

Fyrir hvern

Þetta skemmtilega og gagnlega námskeið er ætlað ungu og áhugasömu fólki á aldrinum 15-20 ára á Snæfellsnesi og er þátttaka endurgjaldslaus.

Hvernig sæki ég um?

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á vef Impru, www.impra.is, eða á slóðinni:

http://www.impra.is/birta_vidburd.asp?id=960&CID=134

Nánari upplýsingar veitir Elvar Knútur Valsson í síma 460-7973 og skrifstofa SSV í síma 433-2310.