Afstaða vestlenskra fyrirtækja gagnvart Evrópusambandinu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi töldu aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefði jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi þeirra í skoðanakönnun sem lögð var fyrir í nóvember 2013. Það eru töluvert fleiri fyrirtæki en þau sem telja aðild hefði neikvæð áhrif þar sem einungis 16% voru á þeirri skoðun. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart þar sem sjávarútvegur er sterkur á Vesturlandi og bændur all nokkrir – en andstaða við aðild hefur verið áberandi í þeirra röðum. Við nánari athugun kom í ljós að þátttaka fyrirtækja í landbúnaði og sjávarútvegi í könnuninni var rýrari en efni stóðu til og hefur það vafalaust áhrif á þessa megin niðurstöðu.


Tölfræðileg greining leiddi í ljós að á Akranessvæði töldu forsvarsmenn fyrirtækja ESB hafa jákvæð áhrif rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Þá eru ríkisfyrirtæki á þeirri skoðun líka. Þessi jákvæðni verður því einkum rakin þangað. Athyglisvert er að sjá jákvæða afstöðu forsvarsmanna fyrirtækja á Akranessvæðinu en hún er líkari þeirri afstöðu sem finna má á höfuðborgarsvæðinu fremur en á landsbyggðunum.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu fyrir könnuninni meðal fyrirtækja á Vesturlandi. Tæplega 200 fyrirtæki svöruðu könnuninni sem telst nokkuð gott svarhlutfall. Í könnuninni var Vesturlandi skipt upp í fjögur svæði. Þau eru kölluð Akranes og Hvalfjörður, Borgarfjarðarsvæði, Snæfellsnes og Dalir. Sveitarfélögin Akranes og Hvalfjarðarsveit voru Akranes og Hvalfjörður, Borgarbyggð og Skorradalshreppur Borgarfjarðarsvæði. Þá voru Eyja- og Miklaholtshreppur, Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær og Snæfellsbær kölluð Snæfellsnes og Dalabyggð eitt myndaði Dali.

Sjá nánar í Skessuhorni hér.

Vífill Karlsson

Einar Þorvaldur Eyjólfsson