Þeir sem voru tilnefndir ásamt Frumkvöðli Vesturlands 2009 |
Ábúendur á Erpsstöðum eru Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir. Fyrir utan að vera með hefðbundinn búskap hafa þau með áræði og eljusemi byggt upp ferðaþjónustubýli sem leggur áherslu á menningartengda ferðaþjónustu.
Þau taka á móti fólki í gistingu og eru með litla gestamóttöku þar sem ferðalangar geta fræðst um landbúnað og lifnaðarhætti í sveitinni. Einnig eru þau með heimavinnslu á rjómaís sem þau selja beint til neytenda og hafa hug á því að auka fjölbreytnina og framleiða einnig skyr og osta. Þannig hafa þau leitast við að skapa sér tryggari afkomu á búi sínu jafnframt því að efla ferðamannaþjónustu í Dölunum.
Dómnefnd skipuðu