Stutt kynning á niðurstöðum íbúa- og fyrirtækjakönnunar SSV árið 2013 fór fram á auka-aðalfundi SSV sl. föstudag. Hér er glærurnar að finna.
Atvinnusýning – fyrirtækjakönnun
Stutt kynning á niðurstöðum fyrirtækjakönnunar SSV árið 2013 á atvinnusýningu í Borgarnesi fyrr í vetur. Glærurnar má nálgast hér.
FRÉTTIR
Hér fyrir neðan eru fréttir frá SSV.
Rétt rúmlega þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur tekjur af menningu og listum
Rétt rúmlega þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur tekjur af menningu og listum. Um 5% fyrirtækja hafa tekjur menningu og listum að öllu eða miklu leyti. Tæp 30% fyrirtækja hafa tekjur að nokkru eða litlu leyti af menningu og listum en 65% fyrirtækja hafa engar tekjur af þeirri starfsemi. Önnur framleiðsla, mannvirkjagerð, verslun, gisti- og veitingarekstur, upplýsingatækni voru marktækt frekar á þeirri skoðun að þeir hefðu tekjur af menningum og listum.
Afstaða vestlenskra fyrirtækja gagnvart Evrópusambandinu
Þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi töldu aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefði jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi þeirra í skoðanakönnun sem lögð var fyrir í nóvember 2013. Það eru töluvert fleiri fyrirtæki en þau sem telja aðild hefði neikvæð áhrif þar sem einungis 16% voru á þeirri skoðun. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart þar sem sjávarútvegur er sterkur á Vesturlandi og bændur all nokkrir – en andstaða við aðild hefur verið
Framkvæmdasjóður ferðamanna auglýsir eftir umsóknum um styrki
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014. Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Verkefnið
Fyrirtæki á Vesturlandi ráða fólk
Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Vesturlandi telja að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuðum. Um 65% fyrirtækja sjá fyrir sér óbreyttan fjölda starfsmanna en tæplega 10% sjá fyrir sér fækkun starfsmanna, þar af eru innan við 2% fyrirtækja sem gera ráð fyrir að starfsmönnum eigi eftir að fækka mikið. Sjá alla frétt hér.
Hvers vegna ættum við að hafa marga háskóla og dreift háskólanám?
Samantekt Vífils Karlssonar og Magnúsar B. Jónssonar er hér.
Nýr hagvísir: Lýðfræðileg þróun á Vesturlandi.
Nýr hagvísir koma á vef SSV í vikunni. Í þessum hagvísi er að finna þróun lýðfræðilegra þátta. Þar er fjallað um mannfjöldaþróun, meðalaldur, kynjahlutfall, útlendinga, ungt fólk og aldurstré á Vesturlandi. Í ljós kom m.a. að þó íbúum hafi fjölgað á Vesturlandi bæði í lengd og bráð, fækkaði ungu fólki hlutfallslega og eldra fólki fjölgaði. Þá fjölgaði útlendingum og uppruni þeirra hefur orðið stöðugt fjölbreyttari. Sjá hér.
Framhaldsaðalfundur SSV
Framhaldsaðalfundur SSV verður haldinn á Hótel Hamri, föstudaginn 22. nóvember kl. 12:15. Dagskrá aðalfundarins er hér.