Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðauglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Börn í sveitum Vesturlands
Í dag kom út Hagvísir Vesturlands sem ber yfirskriftina: Börn í sveitum á Vesturlandi. Í hagvísinum var varpað ljósi á fjölgun eða fækkun barna í sveitum á Vesturlandi. Til samanburðar var horft til sömu þróunar í þéttbýli á Vesturlandi, til sveita í öðrum landshlutum og erlendis. Þá var áhugavert að bera saman þróun á fjölda barna gagnvart fjölda fullorðinna. Meginniðurstöður voru að börnum fækkaði um 42% til sveita á Vesturlandi
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum?
Skráðu þig þá á vinnusmiðju í síma 437 2390. Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Stöðugreining Vesturlands
Byggðastofun hefur undanfarið unnið stöðugreiningar fyrir landshlutana og lauk þeirri vinnu nú í nóvember.
Fyrirtækjakönnun
Nýverið lauk vinnu við skýrslu um könnun á viðhorf fyrirtækja á Vesturlandi til ýmissa þátta í starfsemi og rekstrarumhverfi þeirra. Skýrslan og könnunin var unnin af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og er aðgengileg á heimsíðu samtakanna www.ssv.is (bein krækja hér).
Ný stjórn SSV – Ingveldur Guðmundsdóttir formaður
Á framhaldsaðalfundi SSV fimmtudaginn 18. september 2014 var kosin ný stjórn og formaður samtakanna. Eftirfararndi voru kosnir í 12 mann stjórn SSV: Ingveldur GuðmundsdóttirIngveldur Guðmundsdóttir, formaður Valgarð Líndal Jónsson Rakel Óskarsdóttir Bjarki Þorsteinsson Guðveig Eyglóardóttir Eggert Kjartansson Eyþór Garðarsson Sif Matthíasdóttir Hjördís Stefánsdóttir Árni Hjörleifsson Kristín Björg Árnadóttir Hafdís Bjarnadóttir
Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi
Í dag kom út á vef SSV www.ssv.is skýrslan Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi: Möguleikar nokkurra valkosta og hugsanleg áhrif þeirra árið 2014. Í skýrslunni er að finna greiningu á fýsileika fimm sameiningar-sviðsmynda á Vesturlandi. Ekki er tekin afstaða til þess hvort sameiningarnar skiluðu hreinum ábata fyrir samfélögin þar sem mat sumra þáttanna var huglægt og því ekki hægt að kvarða þá. Hins vegar eru dregnar ályktanir um æskilegustu og óæskilegustu
Framhaldsaðalfundur og málþing 18. sept.
Framhaldsaðalfundur og málþing SSV verður haldið í Dalabúð í Búðardal fimmtudaginn 18. september n.k. Dagskráin er hér. Stjórnin.
Páll Brynjarsson kemur til starfa
Páll Brynjarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSV. Hann mun hefja störf þann 2. september n.k. Páll er boðinn velkominn til starfa hjá SSV en hann var valinn úr hópi 19 umsækjenda. Páll var áður sveitarstjóri Borgarbyggðar.
Smásöluverslanir í Borgarnesi
Nýlega kynnti Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi niðurstöður skoðunarkönnunar sem unnin var með nemendum og Bjarna Þór Traustasyni kennara við Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalmarkmið könnunarinnar var að kanna hvað viðskiptavinir sem búa utan Borgarbyggðar versla mikið við smásöluverslanir í Borgarnesi. Í svæðahagfræðilegu tilliti segir það að hvað miklu leyti smásöluverslun í Borgarnesi er útflutningsfyrirtæki sveitarfélagsins. Þess utan var hægt að greina ýmsa áhrifaþætti á kauphegðun viðskiptavinanna.