Vefsjá SSV og West.is

SSVFréttir

„Við vekjum athygli á því að búið er að setja Vefsjá Vesturlands inn á heimasíðu SSV  og innan skamms verður hún einnig aðgengileg á síðu Vesturlandsstofu west.is.  Vefsjáin er unnin af fyrirtækinu Hvítárósi ehf., sem er ungt fyrirtæki á Vesturlandi sem sérhæfir sig m.a. í landfræðilegum gagnagrunnum.  Vefsjáin hefur að geyma fjölmargar upplýsingar um Vesturland og er sérstaklega hugsuð fyrir ferðamenn.  Vefsjáin var unnin í tengslum við verkefnið Áfangastaðaáætlun Vesturlands DMP og er fjármögnuð af Sóknaráætlun Vesturlands. 

Ef farið er inn á heimasíðu SSV má finna hnapp fyrir vefsjána efst til hægri á síðunni.  Sjón er sögu ríkari.“