Visit West Iceland á Snapchat!

SSVFréttir

Markaðsstofa Vesturlands er komin á Snapchat og mun láta „snappið“ ganga á milli samstarfsaðila sinna í sumar.

Hver aðili fær þrjá daga í senn til þess að kynna sig og þjónustu sína og verður þetta fyrirkomulag út ágústmánuð. Uppfært verður á Facebook síðu Visit West Iceland, hvar snappið verður hverju sinni: https://www.facebook.com/westiceland/

Fyrir ókunnuga er Snapchat einfaldur vettvangur til þess að senda myndir eða myndbrot á milli vina eða setja í svokallað „Snapchat Story“ sem er saga sem birtist í 24 klukkustundir í hvert sinn og hverfur svo. Miðillinn er hrár og aðgengilegur en umfram allt einlægur og skemmtilegur.

„Snappið“ hjá Markaðsstofu Vesturlands er westiceland og byrjar gamanið 11.júní næstkomandi.

Endilega skráið ykkur og bætið westiceland á vinalistann hjá ykkur og fylgist með!